Indican gengur til liðs við Maulið
Sep 8, 2023
Valgeir Gunnlaugsson er einn eiganda indverska staðarins Indican. Valli, eins og hann hefur alltaf verið kallaður, hefur verið viðloðandi veitingabransinn í nokkurn tíma. Hann var áður kenndur við pizzastaðinn Flatbökuna sem naut mikilla vinsælda. Hann hafði lengi verið í pizzabransanum og stofnaði Flatbökuna árið 2015.
,,Ég hef alltaf haft áhuga á matargerð og byrjaði snemma að hjálpa mömmu í eldhúsinu heima,” segir hann.
Áhuginn leitaði þó á önnur svið innan veitingageirans og hann tók sig til og endurlífgaði staðinn Indican, sem hefur slegið í gegn hjá Maulurum.
,,Það var kominn tími á að ég að prófaði eitthvað nýtt. Ég þráði meiri áskorun,” segir Valli.
Á Indican er lögð áhersla á indverska matargerð. Seðilinn er einfaldur og lagt er upp úr fljótri afgreiðslu.
,,Það er eiginlega eina vitið í dag, miðað við hvernig bransinn er að þróast. Sérstaklega á veitingastöðum í mathöllum”.
Valli segir að Indican byggi matseðilinn þannig upp að auðvelt sé að aðlaga flesta rétti að séróskum. Því sé lítið mál að gera hvern rétt glútenlausan, vegan eða ketó. Að sögn hans er allra vinsælasti rétturinn er Butter-chicken.
,,Svo er indverskur matur bara svo góður. Mér fannst svo mikilvægt að hafa þetta einfalt, gott og vinna með fyrsta flokks hráefni.”
Valli opnaði Indican fyrst á Hagamel, í Úlfarsfelli. Hann segir viðtökurnar hafa mjög góðar.
,,Þetta er à kjarnastað og við vonum að Vesturbæingar og nágrannar séu bara sáttir með komu okkar á Hagamel,” segir hann, en nú hefur Indican einnig opnað í Mathöllinni Borg29.
Við vonum að Maularar njóti góðs af innkomu Indican í þjónustuna.
Á næstu vikum mun Maul-bloggið taka sannkallaða endurkomu. Við munum taka veitingafólk og viðskiptavini að tali, ásamt því að kynna nýja veitingastaði og nýjungar á seðlum. Endilega fylgist með til að fá nánari innsýn inn í þjónustuna, það sem stendur til boða og ýmsar skemmtilegar og áhugaverðar hliðar Maulsins.