Plantan

Plantan er kaffihús með litlum matseðli, samlokum og sætabrauði á Njálsgötu 64 rekin af Hrafnhildi Gunnarsdóttur, Bernódusi Óla Einarssyni og Júlíu Sif Liljudóttur. Boðið er upp á gott kaffi, matseðilinn einfaldur og allt á boðstólnum plöntumiðað.

Bakkelsi og réttir rúlla aðeins þar sem sköpunargleði og breytileiki fær að njóta sín svo ekki er alltaf það sama í boði. Á staðnum er hlýtt og heimilislegt andrúmsloft þar sem fólk getur komið og borðað í hádeginu, gripið sér kaffi og sætabrauð á leiðinni í vinnuna eða á fundinn, eða fjölskyldur og vinir geta hisst eftir vinnu- eða skóladaginn.

Útum allt eru lifandi plöntur, gömul og ný húsgögn og borðbúnaður, rýmið er hreinlegt og snyrtilegt en á sama tíma lifandi og hlýlegt.

Netfang: plantankaffihus@plantankaffihus.is

Sími: 510-6464

Plantan

býður upp á sárabótamat.

We offer a wide selection of dishes from restaurants for workplaces every day of the week. Each employee orders from the menu and we take care of the rest!

© 2024 - Maul Reykjavik ehf - Síðumúli 33, 108 Reykjavík